THE PLACE


Duggufjara 12 is located in a very special place in the town of Akureyri, namely innbærinn. It is in the oldest neighbourhood where Danish merchants started their commerce and activities. Furthermore, it is the first house one faces when arriving to the town from the east, the National Road Leiruvegur, something that reinforces the position of the house and incorporates it into the history of Akureyri.
The Danish, and later Norwegian, houses that still exist are built with different textures and colours. Facades and roofs, and even windows and doorframes, are composed of varied colour settings that harmony with the natural colours of Vaðlaheiðin and the surroundings.
They are houses that exteriorize the warmth of their interiors through their colourful facades. In that sense, one could even argue that they reflect the character of the female dresses of the time and to suggest that the ladies who owned these houses had taken part in their design. Such is their delicate handicraft. With their colours, these old constructions welcome you and provide in advance the sense of a home that they embrace.
Few of the new neighbouring houses have appreciated this quality. As in Duggufjara 12, instead of showing a sign of welcoming, they protect themselves against the exterior, avoiding spaces of interlocking. Instead they celebrate solid clearly defined shapes painted in plain white colour below a black roof.STAÐURINN
Duggufjara 12 stendur á sérstökum stað á Akureyri, nánar tiltekið í Innbænum. Í þessum hluta er elsta byggð bæjarins en þar hófu danskir kaupmenn verslun sína og viðskipti. Auk þessa sögulega samhengis er húsið það fyrsta sem tekur á móti manni þegar keyrt er Leiruveginn á leið inn í bæinn að austan. Húsið stendur því á áberandi stað og getur þar af leiðandi orðið hluti af sögu Akureyrar.
Dönsku, og síðar norsku, húsin í þessari bæjarmynd eru klædd ólíkum efniviðum og litum. Hliðar og þök, og jafnvel gluggapóstar og kantar á hurðum, eru samansett af mismunandi litasamsetningum sem hljóma við liti náttúrunnar í umhverfinu og við hvort annað.
Þetta eru hús sem, með litaglöðum hliðum sínum, endurspegla þann hlýleika sem þau búa yfir innan sinna veggja. Í því samhengi er jafnvel hægt að segja að húsin vísi í kvenfatnað þessa tíma og, í framhaldi af því, að ímynda sér að kvenfólkið sem átti þessi hús hafi tekið þátt í hönnun þeirra. Þvílíkt er fágað handverk þess. Það er engu líkara að með litatónum sínum séu gömlu húsin að bjóða fólk velkomið og vilja gefa strax til kynna hversu heimilisleg þau eru inni fyrir.
Það eru ekki mörg nágrannahúsin sem hafa virt þessa eiginleika. Í stað þess að sýna gestrisni verja þau sig gegn því sem úti býr og forðast að tengja saman rými, líkt og að Duggufjöru 12. Þau lofsyngja frekar rammgerða, skýrt afmarkaða veggi sem málaðir eru hvítir fyrir neðan svart þakið.