THE DETAIL

BASIC PROJECT


GREINARGERÐ

BREYTINGAR Á EINBÝLISHÚSI AÐ DUGGUFJÖRU 12 Á AKUREYRI.

Duggufjara 12 er einbýlishús frá árinu 1994 og teiknað af Haraldi S. Árnasyni (H.S.Á. Teiknistofa, Akureyri). Núverandi eigendur, Björk Þorsteinsdóttir og Gunnlaugur Kristinsson, hafa beðið arkitektinn, Francisco Javier Sánchez Merina (starfsleyfi 02.10.98 frá íslenska iðnaðarráðuneytinu), um að gera breytingar á húsinu. Þær breytingar felast í því að teikna tengingu, líkt og gróðurskála, milli hússins og bílskúrsins og endurskipuleggja að hluta innra rými. Mörg einbýlishúsanna í Duggufjöru hafa þegar byggt tengibyggingar milli íbúðarhúss og bílskúrs þannig að Duggufjara 12 er með þeim síðustu að biðja um leyfi fyrir slíkar aðgerðir.


STAÐURINN
Duggufjara 12 stendur á sérstökum stað á Akureyri, nánar tiltekið í innbænum. Í þessum hluta er elsta byggð bæjarins en þar hófu danskir kaupmenn verslun sína og viðskipti. Auk þessa sögulega samhengis er húsið það fyrsta sem tekur á móti manni þegar keyrt er Leiruveginn á leið inn í bæinn að austan. Húsið stendur því á áberandi stað og getur þar af leiðandi orðið hluti af sögu Akureyrar.
Dönsku, og síðar norsku, húsin í þessari bæjarmynd eru klædd ólíkum efniviðum og litum. Hliðar og þök, og jafnvel gluggapóstar og kantar á hurðum, eru samansett af mismunandi litasamsetningum sem hljóma við liti náttúrunnar í umhverfinu, Vaðlaheiðinni og við hvort annað. Þetta eru hús sem með litaglöðum hliðum sínum endurspegla þann hlýleika sem þau búa yfir innan sinna veggja.
Þegar vel er að gáð virðist jafnvægi einkenna gömlu byggðina: hlutföll milli húsa og litavals. Húsin virðast vega hvert annað upp. Það vekur athygli að litirnir eru ekki flatir. Byggingarefni, eins og bárujárn og viðarfjalir, mynda skugga í hliðar húsanna og búa til nýja litatóna eftir því hvernig birtu og degi er hallað. Efniviðurinn gerist meðtakandi í að hleypa lífi í húsið.


MARKMIÐ: LÆRT AF GÖMLUM NÁGRÖNNUM
Sem svörun við þessu umhverfi er talið mikilvægt að endurheimta tilfinninguna fyrir litum í Duggufjöru 12. Markmiðið er að tvinna nútímann við liðinn tíma, ekki síst vegna sérstöðu Duggufjöru gagnvart hinum húsunum vestan götunnar sem standa við Aðalstræti.
Eins og stendur er húsið málað hvítt og er þak þess klætt svörtum skífum. Tillaga okkar leggur til að klæða hliðar hússins litatónum sem dregnir eru úr umhverfinu, náttúru Vaðlaheiðar og nærliggjandi byggðar.
Litasamsetningin myndi einnig vísa í litaspjald Halldóru Bjarnadóttur. Nálgunin að verkefninu felst í því að færa sér í nyt hlýja jurtaliti íslensku ullarinnar sem eiga uppruna sinn í náttúrunni og eru alls staðar til staðar. Hugmyndin er því að leggja granna ál-lista á útveggi hússins með ákveðnu litamynstri. Listarnir snerta ekki vegginn sem þýðir að bilið á milli þeirra er kveikja að aðlaðandi leik ljóss og skugga. Auk þessa gera listarnir kleift að jurtir, sem sitja á gluggasillunum, geta vafið sig utan um listana.
Svarta litnum á þakinu er haldið vegna þess að hann spilar við svört þök húsanna í kring.
INNI Í HÚSINU
Tillagan kemur til móts við ósk eigendanna um að endurskipuleggja að hluta til innra rými hússins. Reynt var að gera sér grein fyrir hvers konar aðstöðu fjölskyldan þarfnaðist til þess að geta meðhöndlað þann útbúnað sem hún notar við hinar ýmsu greinar útivistar.
Víst var að heimilið þyrfti að uppfylla ólíkar þarfir varðandi geymslu og flæði milli herbergja en það varð líka að vera heimilislegt og þægilegt, auðvelt að þrífa og að halda við. Endurskipulag innanhúss leggur því áherslu á eftirfarandi: að opna fyrir aukið útsýni en á sama tíma njóta næðis, að ná fram greiðara flæði og aðgengi milli herbergja með því að stytta vegalengdir og tengja betur svæðin sem notuð eru til ólíkra þarfa.


TENGNISKÁLINN
Markmiðið hefur verið að tengiskálinn fari ekki út fyrir byggingarreit og hann sé innan settra marka skipulags. Hann fer ekki út fyrir línu á núverandi aðalinngangi. Það sem skagar örlítið út er opin grind fyrir klifurgróður (pergola).
Með glerskálanum er markmiðið að opna húsið út-á-við og færa garðinn inn fyrir dyrastafinn þannig að skilin milli inni og úti verði óskýr. Þetta er liður í hugmyndinni að skapa aðstæður fyrir ólíkar athafnir sólarhringsins sem þarna geta átt sér stað og notið er í fallegu og þægilegu umhverfi. Með þetta fyrir augum hefur verið hugsað fyrir skjóli fyrir norðan-vindinum og gangandi vegfarendum sem eiga leið um.
Tengiskálinn verður nú aðalinngangurinn inn í húsið. Hann er gerður úr stálgrind og tvöföldu gleri. Þessi byggingarefni urðu fyrir valinu til þess að geta upplifað ólíkar áferðir sem veðurfarið og árstíðarnar bjóða upp á. Þeirra er notið í vernduðu umhverfi um leið og gengið er inn undir opna laufskálann (pergola) og inn í hlýjann glerskálann. Við norðaustur horn tengiskálans verður arinn, tákn um heimilið, og er hann sýnilegur frá Leiruveginum og nágrenni hússins.


GESTKVÆMT HEIMILI.
Tillagan leggur til að herbergi hafi fleiri en eitt hlutverk. Þetta er haft í huga með tilliti til mismunandi fjölda næturgesta sem njóta gestrisni fjölskyldunnar. Með nýja glerskálanum færist núverandi þvottaherbergi þangað sem aðalinngangurinn er nú. Það herbergi verður nú að bókaherbergi sem breytist í gestaherbergi þegar hentar. Núverandi aðalinngangur verður að bakinngangi sem tengist geymslu, þvottaherbergi og hefur beinan aðgang inn í eldhús. Auk þessa er sorptunnum komið fyrir inn í vegg geymslunnar og eru þar af leiðandi aðgenginlegar bæði innan frá húsinu og að utan.
Á efri hæðinni er veggurinn sem skilur á milli hjóna- og barnaherbergis tekinn niður til þess að búa til klæðaherbergi innangengt frá hjónaherberginu. Því verður hægt að loka og breyta í gestaherbergi þegar þörf krefur.


VEDRÁTTAN FÖNGUD
BUILDING MATERIALS